Kosningaskrifstofa Samfylkingarinnar verður formlega opnuð með pomp og prakt á föstudaginn, 9 maí, í Hamborg 11, 3. hæð. Boðið stendur á milli klukkan 17 og 19.
Skáldkonan Jónína Leósdóttir mun lesa upp úr verkum sínum, Pétur Hrafn, oddviti Samfylkingarinnar í Kópavogi fer með gamanmál og boðið verður upp á léttar veitingar að hætti hússins.
Kokteilstýra verður Unnur Tryggvadóttir Flóvenz.
Heimasíða Samfylkingarinnar í Kópavogi:
http://betrikopavogur.is
Facebook
Instagram
YouTube
RSS