Flott upprennandi tónlistarfólk í söngkeppni félagsmiðstöðva Kópavogs

Talið frá vinstri. Torfi Tómasson, sigurvegari söngkeppinnar 2013, Ármann Kr. Ólafsson bæjarstjóri, Díana Rós og  Bjarki Freyr sem lentu í öðru sæti í ár, Elín Ylfa og Tara Sóley Mobee, sigurvegarar, Heiða Björk Garðarsdóttir sem tók þriðja sætið og Héðinn Sveinbjörnsson, formaður Frístunda og forvarnanefndar Kópavogs. Mynd: Þórdís Björt Sigþórsdóttir
Talið frá vinstri. Torfi Tómasson, sigurvegari söngkeppinnar 2013, Ármann Kr. Ólafsson bæjarstjóri, Díana Rós og Bjarki Freyr sem lentu í öðru sæti í ár, Elín Ylfa og Tara Sóley Mobee, sigurvegarar, Heiða Björk Garðarsdóttir sem tók þriðja sætið og Héðinn Sveinbjörnsson, formaður Frístunda og forvarnanefndar Kópavogs. Mynd: Þórdís Björt Sigþórsdóttir

Söngkeppni félagsmiðstöðva unglinga í Kópavogi fór fram í Salnum í gær. Níu söngatriði voru flutt í keppninni, eitt frá hverri félagsmiðstöð og eru vinningahafar í 3  efstu sætum, fulltrúar Kópavogsbæjar í Söngkeppni Samfés sem fram fer í Laugardalshöllinni  8. mars nk. Dómarar í söngkeppninni voru; Ásdís María Viðarsdóttir, sigurvegari söngkeppni framhaldsskólanna 2013, Svavar Knútur, söngvari og lagahöfundur, Óttar G. Birgisson, gítarleikari hljómsveitarinnar 1860,
Unnur Eggerts, sönkona og „Solla stirða“ og Þórunn Erna Clausen, leikkona og lagahöfundur.

Að mati dómnefndar var valið erfitt og ljóst að Kópavogur muni, eins og oft áður, eiga hlutdeild í flottu upprennandi tónlistarfólki í framtíðinni.

Sigurvegari söngkeppninnar að þessu sinni varð Tara Sóley Mobee frá félagsmiðstöðinni Pegasus. Tara Sóley flutti frumsamið lag „ With You“. Elín Ylfa Viðarsdóttir lék undir á Víóla

Í öðru sæti varð Díana Rós Hanh Jónatansdóttir frá félagsmiðstöðinni Þebu. Díana Rós flutti lagið „ Make you feel my love“ með Adele. Bjarki Freyr Guðmundssson lék undir á píanó

Í þriðja sæti varð Heiða Björg Garðarsdóttir frá félagmiðstöðinni Fönix. Heiða Björk flutti lagið „ Read all about it“ með Emeli Sande.

Umræðan

Fleiri fréttir

Össur Geirsson er heiðurslistamaður Kópavogs

Össur Geirsson er heiðurslistamaður Kópavogs 2024 og var valið kynnt við hátíðlega viðhöfn í Tónhæð, húsnæði Skólahljómsveitar Kópavogs.  Elísabet Berglind Sveinsdóttir, forseti bæjarstjórnar Kópavogs og formaður lista- og menningarráðs, afhenti

Brugðist við vopnaburði barna og ungmenna

Flýta á innleiðingu forvarnarverkefnis í KópavogiTala opinskátt um ofbeldi í öllum grunnskólum, frístund og félagsmiðstöðvum barna Menntaráð Kópavogs fjallaði um viðbrögð og forvarnir vegna ofbeldis og vopnaburðar barna og ungmenna

Heitar umræður um merki Pírata

Á aðalfundi Pírata í Kópavogi um liðna helgi var ný stjórn félagsins kjörin. Fundurinn var haldinn samhliða aðalfundum Pírata í Reykjavík, Ungra Pírata og Pírata í Suðvesturkjördæmi líkt og í

Gatnaframkvæmdir hafnar í Vatnsendahvarfi

Framkvæmdir við jarðvinnu og lagnir í Vatnsendahvarfi eru hafnar. Til að halda upp á áfangann tók bæjarstjóri Kópavogs Ásdís Kristjánsdóttir fyrstu skóflustungu að götunni Hæðarhvarfi. Árni Geir Eyþórsson, framkvæmdastjóri Jarðvals

Gamlar fréttir úr sarpinum

BjarkiMarSigvaldason
Jón úr Vör
Unnur Flóvenz formaður Rannveigar
Hjördís Henrisdóttir, listmálari.
284329322_10159773288846131_5012875700721920514_n
Bæjarstjórar Kópavogs
Árni Páll Árnason
Kopavogsdalur 1980_MagnusHardarson
WP_20141203_14_33_39_Pro__highres