Flott upprennandi tónlistarfólk í söngkeppni félagsmiðstöðva Kópavogs

Talið frá vinstri. Torfi Tómasson, sigurvegari söngkeppinnar 2013, Ármann Kr. Ólafsson bæjarstjóri, Díana Rós og  Bjarki Freyr sem lentu í öðru sæti í ár, Elín Ylfa og Tara Sóley Mobee, sigurvegarar, Heiða Björk Garðarsdóttir sem tók þriðja sætið og Héðinn Sveinbjörnsson, formaður Frístunda og forvarnanefndar Kópavogs. Mynd: Þórdís Björt Sigþórsdóttir
Talið frá vinstri. Torfi Tómasson, sigurvegari söngkeppinnar 2013, Ármann Kr. Ólafsson bæjarstjóri, Díana Rós og Bjarki Freyr sem lentu í öðru sæti í ár, Elín Ylfa og Tara Sóley Mobee, sigurvegarar, Heiða Björk Garðarsdóttir sem tók þriðja sætið og Héðinn Sveinbjörnsson, formaður Frístunda og forvarnanefndar Kópavogs. Mynd: Þórdís Björt Sigþórsdóttir

Söngkeppni félagsmiðstöðva unglinga í Kópavogi fór fram í Salnum í gær. Níu söngatriði voru flutt í keppninni, eitt frá hverri félagsmiðstöð og eru vinningahafar í 3  efstu sætum, fulltrúar Kópavogsbæjar í Söngkeppni Samfés sem fram fer í Laugardalshöllinni  8. mars nk. Dómarar í söngkeppninni voru; Ásdís María Viðarsdóttir, sigurvegari söngkeppni framhaldsskólanna 2013, Svavar Knútur, söngvari og lagahöfundur, Óttar G. Birgisson, gítarleikari hljómsveitarinnar 1860,
Unnur Eggerts, sönkona og „Solla stirða“ og Þórunn Erna Clausen, leikkona og lagahöfundur.

Að mati dómnefndar var valið erfitt og ljóst að Kópavogur muni, eins og oft áður, eiga hlutdeild í flottu upprennandi tónlistarfólki í framtíðinni.

Sigurvegari söngkeppninnar að þessu sinni varð Tara Sóley Mobee frá félagsmiðstöðinni Pegasus. Tara Sóley flutti frumsamið lag „ With You“. Elín Ylfa Viðarsdóttir lék undir á Víóla

Í öðru sæti varð Díana Rós Hanh Jónatansdóttir frá félagsmiðstöðinni Þebu. Díana Rós flutti lagið „ Make you feel my love“ með Adele. Bjarki Freyr Guðmundssson lék undir á píanó

Í þriðja sæti varð Heiða Björg Garðarsdóttir frá félagmiðstöðinni Fönix. Heiða Björk flutti lagið „ Read all about it“ með Emeli Sande.

Umræðan

Fleiri fréttir

Lyfjaskolp við Gvendarbrunna – skipulagsslys við Gunnarshólma

AðsentMeirihluti bæjarstjórnar Kópavogs hefur samþykkt að skoða alvarlega áform um að reisa heilsutengt ofurþorp fyrir 15.000 manns við Gunnarshólma, í miðju vatnsverndarsvæði höfuðborgarsvæðisins. Svæðið er þekkt flóðasvæði þar sem áin Suðurá flæðir

Íbúar völdu saunur og skautasvell

Infrarauðar saunur og yfirbyggðir stigar í rennibrautir beggja sundlauga Kópavogs, vélfryst skautasvell í Kópavogsdal, bleikir bekkir til minningar um Bryndísi Klöru Birgisdóttur, aðstaða til sjósunds á Kársnesi og endurnýjun og

Höskuldur og Thelma íþróttakarl og íþróttakona ársins

Höskuldur Gunnlaugsson knattspyrnumaður úr Breiðabliki og Thelma Aðalsteinsdóttir fimleikakona úr Gerplu voru kjörin íþróttakarl og íþróttakona Kópavogs fyrir árið 2024.  Kjörinu var lýst á íþróttahátíð Kópavogs í Salnum miðvikudaginn 8.

Leifur Eiríksson Þjónustumiðstöð Kópavogsbæjar, Unnar Atli Guðmundsson plokkari, Ásdís Kristjánsdóttir bæjarstjóri og Ásthildur Helgadóttir sviðsstjóri umhverfissviðs.

Plokkari ársins

Unnar Atli Guðmundsson er plokkari ársins í Kópavogi. Bæjarstjóri Kópavogs Ásdís Kristjánsdóttir heiðraði Unnar í Þjónustumiðstöð Kópavogsbæjar en þangað sækir Unnar ruslapoka fyrir plokkið, sem unnið er í sjálfboðavinnu. Unnar