Flott upprennandi tónlistarfólk í söngkeppni félagsmiðstöðva Kópavogs

Talið frá vinstri. Torfi Tómasson, sigurvegari söngkeppinnar 2013, Ármann Kr. Ólafsson bæjarstjóri, Díana Rós og  Bjarki Freyr sem lentu í öðru sæti í ár, Elín Ylfa og Tara Sóley Mobee, sigurvegarar, Heiða Björk Garðarsdóttir sem tók þriðja sætið og Héðinn Sveinbjörnsson, formaður Frístunda og forvarnanefndar Kópavogs. Mynd: Þórdís Björt Sigþórsdóttir
Talið frá vinstri. Torfi Tómasson, sigurvegari söngkeppinnar 2013, Ármann Kr. Ólafsson bæjarstjóri, Díana Rós og Bjarki Freyr sem lentu í öðru sæti í ár, Elín Ylfa og Tara Sóley Mobee, sigurvegarar, Heiða Björk Garðarsdóttir sem tók þriðja sætið og Héðinn Sveinbjörnsson, formaður Frístunda og forvarnanefndar Kópavogs. Mynd: Þórdís Björt Sigþórsdóttir

Söngkeppni félagsmiðstöðva unglinga í Kópavogi fór fram í Salnum í gær. Níu söngatriði voru flutt í keppninni, eitt frá hverri félagsmiðstöð og eru vinningahafar í 3  efstu sætum, fulltrúar Kópavogsbæjar í Söngkeppni Samfés sem fram fer í Laugardalshöllinni  8. mars nk. Dómarar í söngkeppninni voru; Ásdís María Viðarsdóttir, sigurvegari söngkeppni framhaldsskólanna 2013, Svavar Knútur, söngvari og lagahöfundur, Óttar G. Birgisson, gítarleikari hljómsveitarinnar 1860,
Unnur Eggerts, sönkona og „Solla stirða“ og Þórunn Erna Clausen, leikkona og lagahöfundur.

Að mati dómnefndar var valið erfitt og ljóst að Kópavogur muni, eins og oft áður, eiga hlutdeild í flottu upprennandi tónlistarfólki í framtíðinni.

Sigurvegari söngkeppninnar að þessu sinni varð Tara Sóley Mobee frá félagsmiðstöðinni Pegasus. Tara Sóley flutti frumsamið lag „ With You“. Elín Ylfa Viðarsdóttir lék undir á Víóla

Í öðru sæti varð Díana Rós Hanh Jónatansdóttir frá félagsmiðstöðinni Þebu. Díana Rós flutti lagið „ Make you feel my love“ með Adele. Bjarki Freyr Guðmundssson lék undir á píanó

Í þriðja sæti varð Heiða Björg Garðarsdóttir frá félagmiðstöðinni Fönix. Heiða Björk flutti lagið „ Read all about it“ með Emeli Sande.

Deildu:

Facebook
Twitter
Pinterest
LinkedIn

Fleiri fréttir

Grindvíkingar í Kópavogsbúið

Ásdís Kristjánsdóttir, bæjarstjóri Kópavogs, afhenti Fannari Jónassyni, bæjarstjóra Grindavíkur lykla að íbúðum í gamla Kópavogsbúinu við hátíðlega viðhöfn miðvikudaginn 10. júlí en íbúðirnar verða til afnota fyrir eldra fólk úr

Guðmundur Ingi Guðbrandsson, formaður VG og félags- og vinnumarkaðsráðherra.

Ert þú í tengslum?

Aðsent Ert þú í tengslum? Guðmundur Ingi Guðbrandsson, formaður VG og félags- og vinnumarkaðsráðherra. Félagsleg einangrun er vaxandi vandamál í nútímasamfélagi og rannsóknir sýna að til mikils er að vinna

Pikka upp dósir í Kópavogi

Nú geta íbúar Kópavogs sem vilja styrkja iðkendur íþróttafélaga með dósapening skráð sig á Pikka.is og látið iðkendur koma eftir pöntun að sækja hjá sér dósirnar. Hér áður fyrr var það algengt

Niðurlagning Héraðsskjalasafns Kópavogs

Skaðræðisgjörningur bæjarstjórnar Kópavogs Bæjarstjórn Kópavogs ákvað á fundi sínum 25. apríl 2023 með sex atkvæðum meirihlutans gegn fimm atkvæðum minnihlutans að leggja niður Héraðsskjalasafn Kópavogs. Þar fetaði bæjarstjórnin í slóð