Flott upprennandi tónlistarfólk í söngkeppni félagsmiðstöðva Kópavogs

Talið frá vinstri. Torfi Tómasson, sigurvegari söngkeppinnar 2013, Ármann Kr. Ólafsson bæjarstjóri, Díana Rós og  Bjarki Freyr sem lentu í öðru sæti í ár, Elín Ylfa og Tara Sóley Mobee, sigurvegarar, Heiða Björk Garðarsdóttir sem tók þriðja sætið og Héðinn Sveinbjörnsson, formaður Frístunda og forvarnanefndar Kópavogs. Mynd: Þórdís Björt Sigþórsdóttir
Talið frá vinstri. Torfi Tómasson, sigurvegari söngkeppinnar 2013, Ármann Kr. Ólafsson bæjarstjóri, Díana Rós og Bjarki Freyr sem lentu í öðru sæti í ár, Elín Ylfa og Tara Sóley Mobee, sigurvegarar, Heiða Björk Garðarsdóttir sem tók þriðja sætið og Héðinn Sveinbjörnsson, formaður Frístunda og forvarnanefndar Kópavogs. Mynd: Þórdís Björt Sigþórsdóttir

Söngkeppni félagsmiðstöðva unglinga í Kópavogi fór fram í Salnum í gær. Níu söngatriði voru flutt í keppninni, eitt frá hverri félagsmiðstöð og eru vinningahafar í 3  efstu sætum, fulltrúar Kópavogsbæjar í Söngkeppni Samfés sem fram fer í Laugardalshöllinni  8. mars nk. Dómarar í söngkeppninni voru; Ásdís María Viðarsdóttir, sigurvegari söngkeppni framhaldsskólanna 2013, Svavar Knútur, söngvari og lagahöfundur, Óttar G. Birgisson, gítarleikari hljómsveitarinnar 1860,
Unnur Eggerts, sönkona og „Solla stirða“ og Þórunn Erna Clausen, leikkona og lagahöfundur.

Að mati dómnefndar var valið erfitt og ljóst að Kópavogur muni, eins og oft áður, eiga hlutdeild í flottu upprennandi tónlistarfólki í framtíðinni.

Sigurvegari söngkeppninnar að þessu sinni varð Tara Sóley Mobee frá félagsmiðstöðinni Pegasus. Tara Sóley flutti frumsamið lag „ With You“. Elín Ylfa Viðarsdóttir lék undir á Víóla

Í öðru sæti varð Díana Rós Hanh Jónatansdóttir frá félagsmiðstöðinni Þebu. Díana Rós flutti lagið „ Make you feel my love“ með Adele. Bjarki Freyr Guðmundssson lék undir á píanó

Í þriðja sæti varð Heiða Björg Garðarsdóttir frá félagmiðstöðinni Fönix. Heiða Björk flutti lagið „ Read all about it“ með Emeli Sande.

Deildu:

Facebook
Twitter
Pinterest
LinkedIn

Fleiri fréttir

Stórskemmtileg leiksýning fyrir yngstu kynslóðina

Leikfélag Kópavogs sýnir um þessar mundir barnaleikritið Ferðin til Limbó eftir Ingibjörgu Jónsdóttur (1953-1986) sem sett var upp í Þjóðleikhúsinu í janúar 1966. Leikritið byggir á barnabókinni Músabörn í geimflugi eftir sama

Er svefn besta verkjalyfið?

Svefn er ein af grunnstoðum góðrar heilsu ásamt góðri næringu, hreyfingu og vellíðan. Þegar við sofum notar líkaminn tímann til að endurnýja sig og undirbúa okkur fyrir næsta dag. Svefn