Flott upprennandi tónlistarfólk í söngkeppni félagsmiðstöðva Kópavogs

Talið frá vinstri. Torfi Tómasson, sigurvegari söngkeppinnar 2013, Ármann Kr. Ólafsson bæjarstjóri, Díana Rós og  Bjarki Freyr sem lentu í öðru sæti í ár, Elín Ylfa og Tara Sóley Mobee, sigurvegarar, Heiða Björk Garðarsdóttir sem tók þriðja sætið og Héðinn Sveinbjörnsson, formaður Frístunda og forvarnanefndar Kópavogs. Mynd: Þórdís Björt Sigþórsdóttir
Talið frá vinstri. Torfi Tómasson, sigurvegari söngkeppinnar 2013, Ármann Kr. Ólafsson bæjarstjóri, Díana Rós og Bjarki Freyr sem lentu í öðru sæti í ár, Elín Ylfa og Tara Sóley Mobee, sigurvegarar, Heiða Björk Garðarsdóttir sem tók þriðja sætið og Héðinn Sveinbjörnsson, formaður Frístunda og forvarnanefndar Kópavogs. Mynd: Þórdís Björt Sigþórsdóttir

Söngkeppni félagsmiðstöðva unglinga í Kópavogi fór fram í Salnum í gær. Níu söngatriði voru flutt í keppninni, eitt frá hverri félagsmiðstöð og eru vinningahafar í 3  efstu sætum, fulltrúar Kópavogsbæjar í Söngkeppni Samfés sem fram fer í Laugardalshöllinni  8. mars nk. Dómarar í söngkeppninni voru; Ásdís María Viðarsdóttir, sigurvegari söngkeppni framhaldsskólanna 2013, Svavar Knútur, söngvari og lagahöfundur, Óttar G. Birgisson, gítarleikari hljómsveitarinnar 1860,
Unnur Eggerts, sönkona og „Solla stirða“ og Þórunn Erna Clausen, leikkona og lagahöfundur.

Að mati dómnefndar var valið erfitt og ljóst að Kópavogur muni, eins og oft áður, eiga hlutdeild í flottu upprennandi tónlistarfólki í framtíðinni.

Sigurvegari söngkeppninnar að þessu sinni varð Tara Sóley Mobee frá félagsmiðstöðinni Pegasus. Tara Sóley flutti frumsamið lag „ With You“. Elín Ylfa Viðarsdóttir lék undir á Víóla

Í öðru sæti varð Díana Rós Hanh Jónatansdóttir frá félagsmiðstöðinni Þebu. Díana Rós flutti lagið „ Make you feel my love“ með Adele. Bjarki Freyr Guðmundssson lék undir á píanó

Í þriðja sæti varð Heiða Björg Garðarsdóttir frá félagmiðstöðinni Fönix. Heiða Björk flutti lagið „ Read all about it“ með Emeli Sande.

Deildu:

Facebook
Twitter
Pinterest
LinkedIn

Fleiri fréttir

Kópavogsblaðið komið út

Stolt Kópavogs eru á forsíðu Kópavogsblaðsins að þessu sinni. Karlalið Breiðabliks er komið í riðlakeppni Sambandsdeildar Evrópu eftir að hafa slegið út Struga frá Norður-Makedóníu. Blikar leika sex leiki í

Mygla hjá velferðarsviði

Velferðarsvið Kópavogsbæjar er ekki lengur með starfsemi í Fannborg 6. Slæm loftgæði eru í húsinu sem haft hefur áhrif á starfsfólk hússins og sýna nýjustu mælingar há gildi myglugróar. Því

Stuð á Hamraborg Festival

Hamraborg Festival fór fram í lok ágúst í Hamraborg og í menningarhúsunum í Kópavogi, en Hamraborg Festival er þverfagleg hátíð með sérstakri áherslu á myndlist, staðbundin verk, gjörningalist og samfélagslega

Króníkan opnar í Gerðarsafni

Veitingastaðurinn Króníkan opnaði í sumar í Gerðarsafni. Samningur við nýjan rekstraraðila var undirritaður 11.maí, á afmælisdegi Kópavogsbæjar. Bragi Skaftason og Sigrún Skaftadóttir, systkini úr Vesturbæ Kópavogs, hafa tekið reksturinn að sér