Nýtt áfangaheimili

Aðalsteinn Sigfússon sviðsstjóri velferðarsviðs Kópavogs, Theodóra S. Þorsteinsdóttir formaður bæjarráðs, Ármann Kr. Ólafsson bæjarstjóri, Vörður L. Traustason framkvæmdastjóri Samhjálpar, Guðmundur Gísli Geirdal bæjarfulltrúi og Rannveig María Þorsteinsdóttir deildarstjóri ráðgjafa- og íbúðadeildar.
Aðalsteinn Sigfússon sviðsstjóri velferðarsviðs Kópavogs, Theodóra S. Þorsteinsdóttir formaður bæjarráðs, Ármann Kr. Ólafsson bæjarstjóri, Vörður L. Traustason framkvæmdastjóri Samhjálpar, Guðmundur Gísli Geirdal bæjarfulltrúi og Rannveig María Þorsteinsdóttir deildarstjóri ráðgjafa- og íbúðadeildar.

Kópavogsbær og Samhjálp hafa undirritað samning um rekstur nýs áfangaheimilis að Nýbýlavegi 30. Á heimilinu fá íbúar einstaklingsmiðaða þjónustu sem felur í sér stuðning, leiðsögn, kennslu og eftirfylgd í daglegu lífi. Langtíma makmiðið er að íbúar auki færni sína til sjáflstæðrar búsetu.

„Áfangaheimilið er mikilvæg viðbót við þá þjónustu sem  við veitum í Kópavogsbæ og gefur einstaklingum sem glíma við vanda af ólíkum toga nýtt tækifæri,“ segir Ármann Kr. Ólafsson bæjarstjóri Kópavogs.

Þjónusta áfangaheimilisins verður einstaklingsmiðuð og áhersla lögð á að upplýsa íbúa um þá þjónustu sem í boði er og ætla má að nýtist viðkomandi. Átta einstaklingar geta búið á heimilinu á hverjum tíma.
Samstarf verður við velferðarsvið Kópavogsbæjar um málefni íbúa og gerð einstaklingsáætlana auk þess sem faglegur stuðningur og þjónusta verður sóttur til velferðarsviðs eða annarra fagaðila í samráði við velferðarsvið.

Stefnt er að því að áfangaheimilið opni í desember.

Umræðan

Fleiri fréttir

Össur Geirsson er heiðurslistamaður Kópavogs

Össur Geirsson er heiðurslistamaður Kópavogs 2024 og var valið kynnt við hátíðlega viðhöfn í Tónhæð, húsnæði Skólahljómsveitar Kópavogs.  Elísabet Berglind Sveinsdóttir, forseti bæjarstjórnar Kópavogs og formaður lista- og menningarráðs, afhenti

Brugðist við vopnaburði barna og ungmenna

Flýta á innleiðingu forvarnarverkefnis í KópavogiTala opinskátt um ofbeldi í öllum grunnskólum, frístund og félagsmiðstöðvum barna Menntaráð Kópavogs fjallaði um viðbrögð og forvarnir vegna ofbeldis og vopnaburðar barna og ungmenna

Heitar umræður um merki Pírata

Á aðalfundi Pírata í Kópavogi um liðna helgi var ný stjórn félagsins kjörin. Fundurinn var haldinn samhliða aðalfundum Pírata í Reykjavík, Ungra Pírata og Pírata í Suðvesturkjördæmi líkt og í

Gatnaframkvæmdir hafnar í Vatnsendahvarfi

Framkvæmdir við jarðvinnu og lagnir í Vatnsendahvarfi eru hafnar. Til að halda upp á áfangann tók bæjarstjóri Kópavogs Ásdís Kristjánsdóttir fyrstu skóflustungu að götunni Hæðarhvarfi. Árni Geir Eyþórsson, framkvæmdastjóri Jarðvals

Gamlar fréttir úr sarpinum

v2video
Runar_og Adalheidur
Ossur
hakontryggvi
Aino Freyja Jarvela, forstöðumaður Salarins. Ljósmynd: Geir Ólafsson.
image-9
Karlakór Kópavogs
image-1
Theódóra S. Þorsteinsdóttir, Bjartri framtíð í Kópavogi.