Á milli þrjátíu til fjörtíu umboðsmenn fyrirtækja sem hafa yfirumsjón með skipulagningu og framkvæmd stórra tónleika út um allan heim verða í Kórnum í kvöld á tónleikum Justin Timberlake, samkvæmt heimildum Kópavogsfrétta. Verkefni þeirra verður að taka út Kórinn sem framtíðar tónleikarstað fyrir þá listamenn sem þeir hafa á sínum snærum. Tónleikar Timberlake eru sagðir eins konar frumraun fyrir Kórinn sem tónleikahöll og því mikilvægt að allt gangi snuðrulaust fyrir sig í kvöld.
Allur réttur áskilinn. Kópavogsblaðið slf. 2024.