Ljóðahópur Gjábakka

Ljóðahópur Gjábakka hóf starfsemi sína í september með því að heimsækja Ljóðaunnendur á Austurlandi. Alls voru tíu manns í för, átta ljóðskáld og tveir makar. Ljóðahópurinn hóf ferðina með ljóðadagskrá fyrir eldri íbúa á Egilstöðum. Þaðan var farið á Hótel Austur á Reyðarfirði, þar sem hópurinn gisti. Um kvöldið var svo fyrsta sameiginlega ljóðavaka Ljóðaunnenda og Ljóðahópsins á Reyðarfirði.

Á laugardeginum var flutt dagskrá fyrir heimilismenn Hulduhlíðar á Eskifirði og í Breiðabliki á Norðfirði, sem er félagsheimili eldra fólks. Um kvöldið var svo farið í Seldal, sem er lítið, vinalegt félagsheimili í sveitinni innaf Norðfirði. Þar var sameiginleg dagskrá hópanna fyrir nær fullu húsi. Á sunnudaginn var svo farið til Fáskrúðsfjarðar og Franska safnið skoðað ásamt nýju Fosshóteli. Að því loknu var flutt ljóðadagskrá fyrir heimilismenn á Uppsölum, sem er dvalar- og hjúkrunarheimili eldra fólks. Ferðinni lauk með ljóðadagskrá Ljóðaunnenda og Ljóðahópsins í Hlymsdölum á Egilsstöðum, sem er félagsheimili eldra fólks á Héraði. Allstaðar var vel tekið á móti hópnum og eru Austfirðingum þakkaðar móttökurnar. Sérstakar þakkir fær Magnús Stefánsson formaður Ljóðaunnenda á Austurlandi.

Ljóðahópur Gjábakka hittist í vetur á mánudögum eins og verið hefur. Fyrsta opna Ljóðakvöldið verður í Gjábakka miðvikudaginn 29.
október kl. 20.00. Þar verða síðustu eintök af ljóðabókinni Lífið er ljóð, sem kom út í vor, boðin til sölu og allir eru að sjálfsögðu velkomnir.
Ljóðahópnum hefur svo verið boðið að heimsækja Þorlákshöfn þann 14. nóv. n.k.

Gefum – Gleðjumst – Njótum
Sigurbjörg Björgvinsdóttir, talsmaður Ljóðahópsins

Umræðan

Fleiri fréttir

Össur Geirsson er heiðurslistamaður Kópavogs

Össur Geirsson er heiðurslistamaður Kópavogs 2024 og var valið kynnt við hátíðlega viðhöfn í Tónhæð, húsnæði Skólahljómsveitar Kópavogs.  Elísabet Berglind Sveinsdóttir, forseti bæjarstjórnar Kópavogs og formaður lista- og menningarráðs, afhenti

Brugðist við vopnaburði barna og ungmenna

Flýta á innleiðingu forvarnarverkefnis í KópavogiTala opinskátt um ofbeldi í öllum grunnskólum, frístund og félagsmiðstöðvum barna Menntaráð Kópavogs fjallaði um viðbrögð og forvarnir vegna ofbeldis og vopnaburðar barna og ungmenna

Heitar umræður um merki Pírata

Á aðalfundi Pírata í Kópavogi um liðna helgi var ný stjórn félagsins kjörin. Fundurinn var haldinn samhliða aðalfundum Pírata í Reykjavík, Ungra Pírata og Pírata í Suðvesturkjördæmi líkt og í

Gatnaframkvæmdir hafnar í Vatnsendahvarfi

Framkvæmdir við jarðvinnu og lagnir í Vatnsendahvarfi eru hafnar. Til að halda upp á áfangann tók bæjarstjóri Kópavogs Ásdís Kristjánsdóttir fyrstu skóflustungu að götunni Hæðarhvarfi. Árni Geir Eyþórsson, framkvæmdastjóri Jarðvals

Gamlar fréttir úr sarpinum

Pikka
Siglingafélag
Kristinn Rúnar Kristinsson
Kopavogsbladid_060923
1d43e201-4cd7-4596-a99e-154fc72e4256
Kopavogsskoli
Hlaupahópur ungra nýgreindra með MS
DrGunni-Erpur-Salka
Gerðarsafn skúlptúr