Ljóðahópur Gjábakka

Ljóðahópur Gjábakka hóf starfsemi sína í september með því að heimsækja Ljóðaunnendur á Austurlandi. Alls voru tíu manns í för, átta ljóðskáld og tveir makar. Ljóðahópurinn hóf ferðina með ljóðadagskrá fyrir eldri íbúa á Egilstöðum. Þaðan var farið á Hótel Austur á Reyðarfirði, þar sem hópurinn gisti. Um kvöldið var svo fyrsta sameiginlega ljóðavaka Ljóðaunnenda og Ljóðahópsins á Reyðarfirði.

Á laugardeginum var flutt dagskrá fyrir heimilismenn Hulduhlíðar á Eskifirði og í Breiðabliki á Norðfirði, sem er félagsheimili eldra fólks. Um kvöldið var svo farið í Seldal, sem er lítið, vinalegt félagsheimili í sveitinni innaf Norðfirði. Þar var sameiginleg dagskrá hópanna fyrir nær fullu húsi. Á sunnudaginn var svo farið til Fáskrúðsfjarðar og Franska safnið skoðað ásamt nýju Fosshóteli. Að því loknu var flutt ljóðadagskrá fyrir heimilismenn á Uppsölum, sem er dvalar- og hjúkrunarheimili eldra fólks. Ferðinni lauk með ljóðadagskrá Ljóðaunnenda og Ljóðahópsins í Hlymsdölum á Egilsstöðum, sem er félagsheimili eldra fólks á Héraði. Allstaðar var vel tekið á móti hópnum og eru Austfirðingum þakkaðar móttökurnar. Sérstakar þakkir fær Magnús Stefánsson formaður Ljóðaunnenda á Austurlandi.

Ljóðahópur Gjábakka hittist í vetur á mánudögum eins og verið hefur. Fyrsta opna Ljóðakvöldið verður í Gjábakka miðvikudaginn 29.
október kl. 20.00. Þar verða síðustu eintök af ljóðabókinni Lífið er ljóð, sem kom út í vor, boðin til sölu og allir eru að sjálfsögðu velkomnir.
Ljóðahópnum hefur svo verið boðið að heimsækja Þorlákshöfn þann 14. nóv. n.k.

Gefum – Gleðjumst – Njótum
Sigurbjörg Björgvinsdóttir, talsmaður Ljóðahópsins

Deildu:

Facebook
Twitter
Pinterest
LinkedIn

Fleiri fréttir

Jólatónleikar Samkórs Kópavogs

Samkór Kópavogs syngur inn aðventuna á sínum árlegu jólatónleikum sunnudaginn 3. desember n.k. Tónleikarnir verða í Digraneskirkju og hefjast kl. 17:00. Einsöngvari með kórnum að þessu sinni er tenórsöngvarinn Gunnar

Deloitte flytur úr Turninum á Dalveg 30

Kynning Deloitte hefur flutt úr Turninum við Smáratorg, sem löngum hefur verið kenndur við fyrirtækið, í nýtt skrifstofuhúsnæði á Dalvegi 30.  Nýja húsnæðið er byggt samkvæmt umhverfisvottuðu byggingarstöðlunum BREEAM en

Marteinn Þór Pálmason, tannlæknir.

Tannsetrið tannlæknastofa fagnar eins árs afmæli

Kynning Bókaðu tíma í gegnum símaappið Noona eða á netinu Tannsetrið tannlæknastofa, sem staðsett er við Hlíðasmára 17 í Kópavogi, sinnir öllum almennum tannlækningum og tekur við sjúklingum á öllum aldri. Marteinn Þór