Ljóðahópur Gjábakka

Ljóðahópur Gjábakka hóf starfsemi sína í september með því að heimsækja Ljóðaunnendur á Austurlandi. Alls voru tíu manns í för, átta ljóðskáld og tveir makar. Ljóðahópurinn hóf ferðina með ljóðadagskrá fyrir eldri íbúa á Egilstöðum. Þaðan var farið á Hótel Austur á Reyðarfirði, þar sem hópurinn gisti. Um kvöldið var svo fyrsta sameiginlega ljóðavaka Ljóðaunnenda og Ljóðahópsins á Reyðarfirði.

Á laugardeginum var flutt dagskrá fyrir heimilismenn Hulduhlíðar á Eskifirði og í Breiðabliki á Norðfirði, sem er félagsheimili eldra fólks. Um kvöldið var svo farið í Seldal, sem er lítið, vinalegt félagsheimili í sveitinni innaf Norðfirði. Þar var sameiginleg dagskrá hópanna fyrir nær fullu húsi. Á sunnudaginn var svo farið til Fáskrúðsfjarðar og Franska safnið skoðað ásamt nýju Fosshóteli. Að því loknu var flutt ljóðadagskrá fyrir heimilismenn á Uppsölum, sem er dvalar- og hjúkrunarheimili eldra fólks. Ferðinni lauk með ljóðadagskrá Ljóðaunnenda og Ljóðahópsins í Hlymsdölum á Egilsstöðum, sem er félagsheimili eldra fólks á Héraði. Allstaðar var vel tekið á móti hópnum og eru Austfirðingum þakkaðar móttökurnar. Sérstakar þakkir fær Magnús Stefánsson formaður Ljóðaunnenda á Austurlandi.

Ljóðahópur Gjábakka hittist í vetur á mánudögum eins og verið hefur. Fyrsta opna Ljóðakvöldið verður í Gjábakka miðvikudaginn 29.
október kl. 20.00. Þar verða síðustu eintök af ljóðabókinni Lífið er ljóð, sem kom út í vor, boðin til sölu og allir eru að sjálfsögðu velkomnir.
Ljóðahópnum hefur svo verið boðið að heimsækja Þorlákshöfn þann 14. nóv. n.k.

Gefum – Gleðjumst – Njótum
Sigurbjörg Björgvinsdóttir, talsmaður Ljóðahópsins

Umræðan

Fleiri fréttir

Lyfjaskolp við Gvendarbrunna – skipulagsslys við Gunnarshólma

AðsentMeirihluti bæjarstjórnar Kópavogs hefur samþykkt að skoða alvarlega áform um að reisa heilsutengt ofurþorp fyrir 15.000 manns við Gunnarshólma, í miðju vatnsverndarsvæði höfuðborgarsvæðisins. Svæðið er þekkt flóðasvæði þar sem áin Suðurá flæðir

Íbúar völdu saunur og skautasvell

Infrarauðar saunur og yfirbyggðir stigar í rennibrautir beggja sundlauga Kópavogs, vélfryst skautasvell í Kópavogsdal, bleikir bekkir til minningar um Bryndísi Klöru Birgisdóttur, aðstaða til sjósunds á Kársnesi og endurnýjun og

Höskuldur og Thelma íþróttakarl og íþróttakona ársins

Höskuldur Gunnlaugsson knattspyrnumaður úr Breiðabliki og Thelma Aðalsteinsdóttir fimleikakona úr Gerplu voru kjörin íþróttakarl og íþróttakona Kópavogs fyrir árið 2024.  Kjörinu var lýst á íþróttahátíð Kópavogs í Salnum miðvikudaginn 8.

Leifur Eiríksson Þjónustumiðstöð Kópavogsbæjar, Unnar Atli Guðmundsson plokkari, Ásdís Kristjánsdóttir bæjarstjóri og Ásthildur Helgadóttir sviðsstjóri umhverfissviðs.

Plokkari ársins

Unnar Atli Guðmundsson er plokkari ársins í Kópavogi. Bæjarstjóri Kópavogs Ásdís Kristjánsdóttir heiðraði Unnar í Þjónustumiðstöð Kópavogsbæjar en þangað sækir Unnar ruslapoka fyrir plokkið, sem unnið er í sjálfboðavinnu. Unnar