Ljóðahópur Gjábakka

Ljóðahópur Gjábakka hóf starfsemi sína í september með því að heimsækja Ljóðaunnendur á Austurlandi. Alls voru tíu manns í för, átta ljóðskáld og tveir makar. Ljóðahópurinn hóf ferðina með ljóðadagskrá fyrir eldri íbúa á Egilstöðum. Þaðan var farið á Hótel Austur á Reyðarfirði, þar sem hópurinn gisti. Um kvöldið var svo fyrsta sameiginlega ljóðavaka Ljóðaunnenda og Ljóðahópsins á Reyðarfirði.

Á laugardeginum var flutt dagskrá fyrir heimilismenn Hulduhlíðar á Eskifirði og í Breiðabliki á Norðfirði, sem er félagsheimili eldra fólks. Um kvöldið var svo farið í Seldal, sem er lítið, vinalegt félagsheimili í sveitinni innaf Norðfirði. Þar var sameiginleg dagskrá hópanna fyrir nær fullu húsi. Á sunnudaginn var svo farið til Fáskrúðsfjarðar og Franska safnið skoðað ásamt nýju Fosshóteli. Að því loknu var flutt ljóðadagskrá fyrir heimilismenn á Uppsölum, sem er dvalar- og hjúkrunarheimili eldra fólks. Ferðinni lauk með ljóðadagskrá Ljóðaunnenda og Ljóðahópsins í Hlymsdölum á Egilsstöðum, sem er félagsheimili eldra fólks á Héraði. Allstaðar var vel tekið á móti hópnum og eru Austfirðingum þakkaðar móttökurnar. Sérstakar þakkir fær Magnús Stefánsson formaður Ljóðaunnenda á Austurlandi.

Ljóðahópur Gjábakka hittist í vetur á mánudögum eins og verið hefur. Fyrsta opna Ljóðakvöldið verður í Gjábakka miðvikudaginn 29.
október kl. 20.00. Þar verða síðustu eintök af ljóðabókinni Lífið er ljóð, sem kom út í vor, boðin til sölu og allir eru að sjálfsögðu velkomnir.
Ljóðahópnum hefur svo verið boðið að heimsækja Þorlákshöfn þann 14. nóv. n.k.

Gefum – Gleðjumst – Njótum
Sigurbjörg Björgvinsdóttir, talsmaður Ljóðahópsins

Deildu:

Facebook
Twitter
Pinterest
LinkedIn

Fleiri fréttir

Stórskemmtileg leiksýning fyrir yngstu kynslóðina

Leikfélag Kópavogs sýnir um þessar mundir barnaleikritið Ferðin til Limbó eftir Ingibjörgu Jónsdóttur (1953-1986) sem sett var upp í Þjóðleikhúsinu í janúar 1966. Leikritið byggir á barnabókinni Músabörn í geimflugi eftir sama

Er svefn besta verkjalyfið?

Svefn er ein af grunnstoðum góðrar heilsu ásamt góðri næringu, hreyfingu og vellíðan. Þegar við sofum notar líkaminn tímann til að endurnýja sig og undirbúa okkur fyrir næsta dag. Svefn