Ný fyrirtæki í bænum

Heilsa og Útlit opnar í Hlíðarsmára

Heilsa og Útlit er ný heilsulind og snyrtistofa sem opnaði í nýlega við Hlíðarsmára 17. Lára Jensdóttir hefur verið starfandi nuddari frá árinu 2005. Hún lærði heilunarnudd og samtalsmeðferð hjá Kilden og líkamsmeðferð hjá Body-sds í Danmörku. Sandra Lárusdóttir útskrifaðist sem einkaþjáfari 2012 og hefur einnig sérhæft sig í sogæðameðferðum frá Þýskalandi og Austurríki. Sigríður Guðbrandsdóttir hefur verið starfandi snyrtifræðingur frá árinu 2000. Hún býður einnig uppá Tattoo og Dermatude meðferðir. Heilsa og Útlit er á Facebook á slóðinni: www.facebook.com/Heilsaogutlit.is. Sími fyrir tímapantanir er: 5626969.

Exton flytur í Kópavog

Exton, sem er leiðandi í leigu og sölu á lausnum fyrir ljós, hljóð og mynd  hefur flutt höfuðstöðvar sínar að Vesturvör 30c í Kópavogi. Meðal þjónustu fyrirtækisins er sala og þjónusta á hvers kyns búnaði fyrir leikhús, sjónvarps- og útvarpsstarfsemi. Annar mikilvægur hluti starfseminnar er leiga og sala á búnaði til nota við hvers konar viðburði eins og á ráðstefnum, vörusýningum, tónleikum fyrir leikhús og margt fleira.


Antíkbúðin í Hamraborg

Antikbúðin opnaði nýlega glæsilega verslun í Hamraborg. Hún var áður til húsa á Hverfisgötu, Austurstræti, Aðalstræti í Reykjavík og á Strandgötu í Hafnarfirði en er nú loksins komin í Kópavoginn. Verslunin verður 25 ára á þessu ári.

Umræðan

Fleiri fréttir

Leifur Eiríksson Þjónustumiðstöð Kópavogsbæjar, Unnar Atli Guðmundsson plokkari, Ásdís Kristjánsdóttir bæjarstjóri og Ásthildur Helgadóttir sviðsstjóri umhverfissviðs.

Plokkari ársins

Unnar Atli Guðmundsson er plokkari ársins í Kópavogi. Bæjarstjóri Kópavogs Ásdís Kristjánsdóttir heiðraði Unnar í Þjónustumiðstöð Kópavogsbæjar en þangað sækir Unnar ruslapoka fyrir plokkið, sem unnið er í sjálfboðavinnu. Unnar

Aðventuhátíð Kópavogs

Aðventuhátíð í Kópavogi verður haldin með pompi og pragt, laugardaginn 30. nóvember. Ásdís Kristjánsdóttir bæjarstjóri tendrar ljósin á jólatré Kópavogsbæjar við menningarhúsin við hátíðlega athöfn kl. 17. Jólasveinar bregða á

Fjárhagsáætlun samþykkt

Fjárhagsáætlun fyrir árið 2025 var samþykkt í bæjarstjórn Kópavogs að lokinni seinni umræðu í vikunni Einnig var samþykkt þriggja ára áætlun fyrir tímabilið 2026-2028. Í tilkynningu frá Kópavogsbæ segir að

Sóley heimsmeistari

Sóley Margrét Jónsdóttir varð í síðustu viku heims­meist­ari í kraft­lyft­ing­um með búnaði í +84 kg flokki og tryggði sér um leið réttinn til að keppa á Heimsleikunum (World Games) sem