Ný fyrirtæki í bænum

Heilsa og Útlit opnar í Hlíðarsmára

Heilsa og Útlit er ný heilsulind og snyrtistofa sem opnaði í nýlega við Hlíðarsmára 17. Lára Jensdóttir hefur verið starfandi nuddari frá árinu 2005. Hún lærði heilunarnudd og samtalsmeðferð hjá Kilden og líkamsmeðferð hjá Body-sds í Danmörku. Sandra Lárusdóttir útskrifaðist sem einkaþjáfari 2012 og hefur einnig sérhæft sig í sogæðameðferðum frá Þýskalandi og Austurríki. Sigríður Guðbrandsdóttir hefur verið starfandi snyrtifræðingur frá árinu 2000. Hún býður einnig uppá Tattoo og Dermatude meðferðir. Heilsa og Útlit er á Facebook á slóðinni: www.facebook.com/Heilsaogutlit.is. Sími fyrir tímapantanir er: 5626969.

Exton flytur í Kópavog

Exton, sem er leiðandi í leigu og sölu á lausnum fyrir ljós, hljóð og mynd  hefur flutt höfuðstöðvar sínar að Vesturvör 30c í Kópavogi. Meðal þjónustu fyrirtækisins er sala og þjónusta á hvers kyns búnaði fyrir leikhús, sjónvarps- og útvarpsstarfsemi. Annar mikilvægur hluti starfseminnar er leiga og sala á búnaði til nota við hvers konar viðburði eins og á ráðstefnum, vörusýningum, tónleikum fyrir leikhús og margt fleira.


Antíkbúðin í Hamraborg

Antikbúðin opnaði nýlega glæsilega verslun í Hamraborg. Hún var áður til húsa á Hverfisgötu, Austurstræti, Aðalstræti í Reykjavík og á Strandgötu í Hafnarfirði en er nú loksins komin í Kópavoginn. Verslunin verður 25 ára á þessu ári.

Deildu:

Facebook
Twitter
Pinterest
LinkedIn

Fleiri fréttir

Grindvíkingar í Kópavogsbúið

Ásdís Kristjánsdóttir, bæjarstjóri Kópavogs, afhenti Fannari Jónassyni, bæjarstjóra Grindavíkur lykla að íbúðum í gamla Kópavogsbúinu við hátíðlega viðhöfn miðvikudaginn 10. júlí en íbúðirnar verða til afnota fyrir eldra fólk úr

Guðmundur Ingi Guðbrandsson, formaður VG og félags- og vinnumarkaðsráðherra.

Ert þú í tengslum?

Aðsent Ert þú í tengslum? Guðmundur Ingi Guðbrandsson, formaður VG og félags- og vinnumarkaðsráðherra. Félagsleg einangrun er vaxandi vandamál í nútímasamfélagi og rannsóknir sýna að til mikils er að vinna

Pikka upp dósir í Kópavogi

Nú geta íbúar Kópavogs sem vilja styrkja iðkendur íþróttafélaga með dósapening skráð sig á Pikka.is og látið iðkendur koma eftir pöntun að sækja hjá sér dósirnar. Hér áður fyrr var það algengt

Niðurlagning Héraðsskjalasafns Kópavogs

Skaðræðisgjörningur bæjarstjórnar Kópavogs Bæjarstjórn Kópavogs ákvað á fundi sínum 25. apríl 2023 með sex atkvæðum meirihlutans gegn fimm atkvæðum minnihlutans að leggja niður Héraðsskjalasafn Kópavogs. Þar fetaði bæjarstjórnin í slóð