Ný fyrirtæki í bænum

Heilsa og Útlit opnar í Hlíðarsmára

Heilsa og Útlit er ný heilsulind og snyrtistofa sem opnaði í nýlega við Hlíðarsmára 17. Lára Jensdóttir hefur verið starfandi nuddari frá árinu 2005. Hún lærði heilunarnudd og samtalsmeðferð hjá Kilden og líkamsmeðferð hjá Body-sds í Danmörku. Sandra Lárusdóttir útskrifaðist sem einkaþjáfari 2012 og hefur einnig sérhæft sig í sogæðameðferðum frá Þýskalandi og Austurríki. Sigríður Guðbrandsdóttir hefur verið starfandi snyrtifræðingur frá árinu 2000. Hún býður einnig uppá Tattoo og Dermatude meðferðir. Heilsa og Útlit er á Facebook á slóðinni: www.facebook.com/Heilsaogutlit.is. Sími fyrir tímapantanir er: 5626969.

Exton flytur í Kópavog

Exton, sem er leiðandi í leigu og sölu á lausnum fyrir ljós, hljóð og mynd  hefur flutt höfuðstöðvar sínar að Vesturvör 30c í Kópavogi. Meðal þjónustu fyrirtækisins er sala og þjónusta á hvers kyns búnaði fyrir leikhús, sjónvarps- og útvarpsstarfsemi. Annar mikilvægur hluti starfseminnar er leiga og sala á búnaði til nota við hvers konar viðburði eins og á ráðstefnum, vörusýningum, tónleikum fyrir leikhús og margt fleira.


Antíkbúðin í Hamraborg

Antikbúðin opnaði nýlega glæsilega verslun í Hamraborg. Hún var áður til húsa á Hverfisgötu, Austurstræti, Aðalstræti í Reykjavík og á Strandgötu í Hafnarfirði en er nú loksins komin í Kópavoginn. Verslunin verður 25 ára á þessu ári.

Umræðan

Fleiri fréttir

Össur Geirsson er heiðurslistamaður Kópavogs

Össur Geirsson er heiðurslistamaður Kópavogs 2024 og var valið kynnt við hátíðlega viðhöfn í Tónhæð, húsnæði Skólahljómsveitar Kópavogs.  Elísabet Berglind Sveinsdóttir, forseti bæjarstjórnar Kópavogs og formaður lista- og menningarráðs, afhenti

Brugðist við vopnaburði barna og ungmenna

Flýta á innleiðingu forvarnarverkefnis í KópavogiTala opinskátt um ofbeldi í öllum grunnskólum, frístund og félagsmiðstöðvum barna Menntaráð Kópavogs fjallaði um viðbrögð og forvarnir vegna ofbeldis og vopnaburðar barna og ungmenna

Heitar umræður um merki Pírata

Á aðalfundi Pírata í Kópavogi um liðna helgi var ný stjórn félagsins kjörin. Fundurinn var haldinn samhliða aðalfundum Pírata í Reykjavík, Ungra Pírata og Pírata í Suðvesturkjördæmi líkt og í

Gatnaframkvæmdir hafnar í Vatnsendahvarfi

Framkvæmdir við jarðvinnu og lagnir í Vatnsendahvarfi eru hafnar. Til að halda upp á áfangann tók bæjarstjóri Kópavogs Ásdís Kristjánsdóttir fyrstu skóflustungu að götunni Hæðarhvarfi. Árni Geir Eyþórsson, framkvæmdastjóri Jarðvals

Gamlar fréttir úr sarpinum

PicsArt_18_6_2014 22_51_33
1d43e201-4cd7-4596-a99e-154fc72e4256
Jónas, tennishöllin í Kópavogii
Bergljót Kristinsdóttir 2014
Meistarinn
skop
dirb.1-copy
Gudmundur Andri Thorsson
Salurinn Toyota