Ormadagar í Kópavogi

Ormadagar, barnamenningarhátíð Kópavogsbæjar, hófust í dag og lýkur með glæsilegri hátíð í menningarhúsum bæjarins og í Kópavogskirkju helgina 30. og 31. maí. Yfir 2.000 leik- og grunnskólabörn í Kópavogi hafa boðað komu sína í menningarhús bæjarins í vikunni til að taka þátt í Ormadögum, en þeir hefjast á skipulögðum heimsóknum skólabarna. Þema hátíðarinnar í ár er: Gamalt og nýtt og er áhersla lögð á gamla útileiki og gömul leikföng. Allir eru velkomnir og ókeypis er inn á alla viðburði.

Uppskeruhátíð Ormadaga er á laugardag en þá verður hægt að fara í blöðrubolta, risakeilu og aðra leiki á leik- og útivistarsvæðinu við menningarhúsin. Þar verður einnig flugdrekanámskeið á vegum Bókasafns Kópavogs. Leikfangasýning með gömlu leikföngum frá Árbæjarsafni verður á annarri og þriðju hæð bókasafnsins.

Náttúrufræðistofa Kópavogs sýnir gestum og gangandi stóra og litla orma og í Salnum verða tónleikar með kór Kársnesskóla, þjóðlagahóp Tónlistarskóla Kópavogs og barnahóp Þjóðdansafélags Reykjavíkur. Í Gerðarsafni verður fjölskyldusmiðja og í Tónlistarsafni Íslands verður þjóðdans og leikir  með yngsta hópi Þjóðdansafélags Reykjavíkur. Ormadögum lýkur á sunnudag með barnamenningarmessu í Kópavogskirkju með kór Kársnesskóla og nemendum Tónlistarskóla Kópavogs.

Listrænn stjórnandi hátíðarinna er Pamela De Sensi tónlistarkona. Hátíðin er haldin í samstarfi hennar og menningarhúsa bæjarins með styrk úr lista- og menningarsjóði.

Nánari upplýsingar og dagskrá helgarinnar er að finna á heimasíðu Kópavogsbæjar www.kopavogur.is.

Umræðan

Fleiri fréttir

Össur Geirsson er heiðurslistamaður Kópavogs

Össur Geirsson er heiðurslistamaður Kópavogs 2024 og var valið kynnt við hátíðlega viðhöfn í Tónhæð, húsnæði Skólahljómsveitar Kópavogs.  Elísabet Berglind Sveinsdóttir, forseti bæjarstjórnar Kópavogs og formaður lista- og menningarráðs, afhenti

Brugðist við vopnaburði barna og ungmenna

Flýta á innleiðingu forvarnarverkefnis í KópavogiTala opinskátt um ofbeldi í öllum grunnskólum, frístund og félagsmiðstöðvum barna Menntaráð Kópavogs fjallaði um viðbrögð og forvarnir vegna ofbeldis og vopnaburðar barna og ungmenna

Heitar umræður um merki Pírata

Á aðalfundi Pírata í Kópavogi um liðna helgi var ný stjórn félagsins kjörin. Fundurinn var haldinn samhliða aðalfundum Pírata í Reykjavík, Ungra Pírata og Pírata í Suðvesturkjördæmi líkt og í

Gatnaframkvæmdir hafnar í Vatnsendahvarfi

Framkvæmdir við jarðvinnu og lagnir í Vatnsendahvarfi eru hafnar. Til að halda upp á áfangann tók bæjarstjóri Kópavogs Ásdís Kristjánsdóttir fyrstu skóflustungu að götunni Hæðarhvarfi. Árni Geir Eyþórsson, framkvæmdastjóri Jarðvals

Gamlar fréttir úr sarpinum

Ásdís Kristjánsdóttir, oddviti Sjálfstæðisflokksins í Kópavogi.
Þór Jónsson
Kopavogsskoli
Screen Shot 2015-03-15 at 10.49.42
Geir Þorsteinsson
GIG1
Bragi Halldórsson.
Vorverk – Tinna
Mynd: Kópavogsblaðið