Ormadagar í Kópavogi

Ormadagar, barnamenningarhátíð Kópavogsbæjar, hófust í dag og lýkur með glæsilegri hátíð í menningarhúsum bæjarins og í Kópavogskirkju helgina 30. og 31. maí. Yfir 2.000 leik- og grunnskólabörn í Kópavogi hafa boðað komu sína í menningarhús bæjarins í vikunni til að taka þátt í Ormadögum, en þeir hefjast á skipulögðum heimsóknum skólabarna. Þema hátíðarinnar í ár er: Gamalt og nýtt og er áhersla lögð á gamla útileiki og gömul leikföng. Allir eru velkomnir og ókeypis er inn á alla viðburði.

Uppskeruhátíð Ormadaga er á laugardag en þá verður hægt að fara í blöðrubolta, risakeilu og aðra leiki á leik- og útivistarsvæðinu við menningarhúsin. Þar verður einnig flugdrekanámskeið á vegum Bókasafns Kópavogs. Leikfangasýning með gömlu leikföngum frá Árbæjarsafni verður á annarri og þriðju hæð bókasafnsins.

Náttúrufræðistofa Kópavogs sýnir gestum og gangandi stóra og litla orma og í Salnum verða tónleikar með kór Kársnesskóla, þjóðlagahóp Tónlistarskóla Kópavogs og barnahóp Þjóðdansafélags Reykjavíkur. Í Gerðarsafni verður fjölskyldusmiðja og í Tónlistarsafni Íslands verður þjóðdans og leikir  með yngsta hópi Þjóðdansafélags Reykjavíkur. Ormadögum lýkur á sunnudag með barnamenningarmessu í Kópavogskirkju með kór Kársnesskóla og nemendum Tónlistarskóla Kópavogs.

Listrænn stjórnandi hátíðarinna er Pamela De Sensi tónlistarkona. Hátíðin er haldin í samstarfi hennar og menningarhúsa bæjarins með styrk úr lista- og menningarsjóði.

Nánari upplýsingar og dagskrá helgarinnar er að finna á heimasíðu Kópavogsbæjar www.kopavogur.is.

Umræðan

Fleiri fréttir

Aðventuhátíð Kópavogs

Aðventuhátíð í Kópavogi verður haldin með pompi og pragt, laugardaginn 30. nóvember. Ásdís Kristjánsdóttir bæjarstjóri tendrar ljósin á jólatré Kópavogsbæjar við menningarhúsin við hátíðlega athöfn kl. 17. Jólasveinar bregða á

Fjárhagsáætlun samþykkt

Fjárhagsáætlun fyrir árið 2025 var samþykkt í bæjarstjórn Kópavogs að lokinni seinni umræðu í vikunni Einnig var samþykkt þriggja ára áætlun fyrir tímabilið 2026-2028. Í tilkynningu frá Kópavogsbæ segir að

Sóley heimsmeistari

Sóley Margrét Jónsdóttir varð í síðustu viku heims­meist­ari í kraft­lyft­ing­um með búnaði í +84 kg flokki og tryggði sér um leið réttinn til að keppa á Heimsleikunum (World Games) sem

Hættum keðjuverkandi skerðingum

Ég verð bara að segja eins og er að ég var kominn með bullandi ofnæmi fyrir ríkisstjórninni og sennilega var ríkisstjórnin einnig kominn með alvarlegt bráðaofnæmi fyrir sjálfri sér. Já,