Ormadagar í Kópavogi

Ormadagar, barnamenningarhátíð Kópavogsbæjar, hófust í dag og lýkur með glæsilegri hátíð í menningarhúsum bæjarins og í Kópavogskirkju helgina 30. og 31. maí. Yfir 2.000 leik- og grunnskólabörn í Kópavogi hafa boðað komu sína í menningarhús bæjarins í vikunni til að taka þátt í Ormadögum, en þeir hefjast á skipulögðum heimsóknum skólabarna. Þema hátíðarinnar í ár er: Gamalt og nýtt og er áhersla lögð á gamla útileiki og gömul leikföng. Allir eru velkomnir og ókeypis er inn á alla viðburði.

Uppskeruhátíð Ormadaga er á laugardag en þá verður hægt að fara í blöðrubolta, risakeilu og aðra leiki á leik- og útivistarsvæðinu við menningarhúsin. Þar verður einnig flugdrekanámskeið á vegum Bókasafns Kópavogs. Leikfangasýning með gömlu leikföngum frá Árbæjarsafni verður á annarri og þriðju hæð bókasafnsins.

Náttúrufræðistofa Kópavogs sýnir gestum og gangandi stóra og litla orma og í Salnum verða tónleikar með kór Kársnesskóla, þjóðlagahóp Tónlistarskóla Kópavogs og barnahóp Þjóðdansafélags Reykjavíkur. Í Gerðarsafni verður fjölskyldusmiðja og í Tónlistarsafni Íslands verður þjóðdans og leikir  með yngsta hópi Þjóðdansafélags Reykjavíkur. Ormadögum lýkur á sunnudag með barnamenningarmessu í Kópavogskirkju með kór Kársnesskóla og nemendum Tónlistarskóla Kópavogs.

Listrænn stjórnandi hátíðarinna er Pamela De Sensi tónlistarkona. Hátíðin er haldin í samstarfi hennar og menningarhúsa bæjarins með styrk úr lista- og menningarsjóði.

Nánari upplýsingar og dagskrá helgarinnar er að finna á heimasíðu Kópavogsbæjar www.kopavogur.is.

Umræðan

Fleiri fréttir

Lyfjaskolp við Gvendarbrunna – skipulagsslys við Gunnarshólma

AðsentMeirihluti bæjarstjórnar Kópavogs hefur samþykkt að skoða alvarlega áform um að reisa heilsutengt ofurþorp fyrir 15.000 manns við Gunnarshólma, í miðju vatnsverndarsvæði höfuðborgarsvæðisins. Svæðið er þekkt flóðasvæði þar sem áin Suðurá flæðir

Íbúar völdu saunur og skautasvell

Infrarauðar saunur og yfirbyggðir stigar í rennibrautir beggja sundlauga Kópavogs, vélfryst skautasvell í Kópavogsdal, bleikir bekkir til minningar um Bryndísi Klöru Birgisdóttur, aðstaða til sjósunds á Kársnesi og endurnýjun og

Höskuldur og Thelma íþróttakarl og íþróttakona ársins

Höskuldur Gunnlaugsson knattspyrnumaður úr Breiðabliki og Thelma Aðalsteinsdóttir fimleikakona úr Gerplu voru kjörin íþróttakarl og íþróttakona Kópavogs fyrir árið 2024.  Kjörinu var lýst á íþróttahátíð Kópavogs í Salnum miðvikudaginn 8.

Leifur Eiríksson Þjónustumiðstöð Kópavogsbæjar, Unnar Atli Guðmundsson plokkari, Ásdís Kristjánsdóttir bæjarstjóri og Ásthildur Helgadóttir sviðsstjóri umhverfissviðs.

Plokkari ársins

Unnar Atli Guðmundsson er plokkari ársins í Kópavogi. Bæjarstjóri Kópavogs Ásdís Kristjánsdóttir heiðraði Unnar í Þjónustumiðstöð Kópavogsbæjar en þangað sækir Unnar ruslapoka fyrir plokkið, sem unnið er í sjálfboðavinnu. Unnar