Rafbíll í þjónustu Kópavogsbæjar

Sigurður Bjarnason, Gísli Guðlaugsson framkvæmdastjóri Íslyft, Ármann Kr. Ólafsson, bæjarstjóri Kópavogsbæjar, Theodóra S. Þorsteinsdóttir formaður bæjarráðs, Egill Helgi Kristinsson, Karl Eðvaldsson, gatnamálastjóri Kópavogsbæjar, Eiður Guðmundsson og Jón Ingvar Jónasson. Þeir Sigurður, Egill, Eiður og Jón Ingvar starfa allir hjá Þjónustumiðstöðinni.
Sigurður Bjarnason, Gísli Guðlaugsson framkvæmdastjóri Íslyft, Ármann Kr. Ólafsson, bæjarstjóri Kópavogsbæjar, Theodóra S. Þorsteinsdóttir formaður bæjarráðs, Egill Helgi Kristinsson, Karl Eðvaldsson, gatnamálastjóri Kópavogsbæjar, Eiður Guðmundsson og Jón Ingvar Jónasson. Þeir Sigurður, Egill, Eiður og Jón Ingvar starfa allir hjá Þjónustumiðstöðinni.

Þjónustumiðstöð Kópavogs hefur tekið í notkun rafbíl og er það fyrsti rafbíllinn sem tekinn er í notkun hjá Kópavogsbæ. Bílinn er lítill pallbíll sem nýttur verður til að hreinsa rusl við göngu- og hjólastíga auk þess sem háþrýstidæla sem fylgir bílnum þýðir að hann nýtist til að þrífa bekki, ruslafötur og stíga. Ármann Kr. Ólafsson bæjarstjóri og Theodóra S. Þorsteinsdóttir formaður bæjarráðs tóku bílinn formlega í notkun fyrr í mánuðinum en það var Gísli Guðlaugsson framkvæmdastjóri Íslyft sem afhenti hann.

Rafbíll
Rafbíllinn litli er snar í snúningum og verður nýttur við að hirða rusl af göngu- og hjólastígum bæjarins.

Notkun rafbíla er í samræmi við umhverfisstefnu Kópavogsbæjar en kaupin á þessum fyrsta rafbíl eru hugsuð sem tilraunaverkefni. Markmiðið er að draga úr umhverfisáhrifum af notkun jarðefnaeldsneytis ásamt því að auka hagkvæmni í starfsemi Þjónustumiðstöðvar.

Deildu:

Facebook
Twitter
Pinterest
LinkedIn

Fleiri fréttir

Grindvíkingar í Kópavogsbúið

Ásdís Kristjánsdóttir, bæjarstjóri Kópavogs, afhenti Fannari Jónassyni, bæjarstjóra Grindavíkur lykla að íbúðum í gamla Kópavogsbúinu við hátíðlega viðhöfn miðvikudaginn 10. júlí en íbúðirnar verða til afnota fyrir eldra fólk úr

Guðmundur Ingi Guðbrandsson, formaður VG og félags- og vinnumarkaðsráðherra.

Ert þú í tengslum?

Aðsent Ert þú í tengslum? Guðmundur Ingi Guðbrandsson, formaður VG og félags- og vinnumarkaðsráðherra. Félagsleg einangrun er vaxandi vandamál í nútímasamfélagi og rannsóknir sýna að til mikils er að vinna

Pikka upp dósir í Kópavogi

Nú geta íbúar Kópavogs sem vilja styrkja iðkendur íþróttafélaga með dósapening skráð sig á Pikka.is og látið iðkendur koma eftir pöntun að sækja hjá sér dósirnar. Hér áður fyrr var það algengt

Niðurlagning Héraðsskjalasafns Kópavogs

Skaðræðisgjörningur bæjarstjórnar Kópavogs Bæjarstjórn Kópavogs ákvað á fundi sínum 25. apríl 2023 með sex atkvæðum meirihlutans gegn fimm atkvæðum minnihlutans að leggja niður Héraðsskjalasafn Kópavogs. Þar fetaði bæjarstjórnin í slóð