Rafbíll í þjónustu Kópavogsbæjar

Sigurður Bjarnason, Gísli Guðlaugsson framkvæmdastjóri Íslyft, Ármann Kr. Ólafsson, bæjarstjóri Kópavogsbæjar, Theodóra S. Þorsteinsdóttir formaður bæjarráðs, Egill Helgi Kristinsson, Karl Eðvaldsson, gatnamálastjóri Kópavogsbæjar, Eiður Guðmundsson og Jón Ingvar Jónasson. Þeir Sigurður, Egill, Eiður og Jón Ingvar starfa allir hjá Þjónustumiðstöðinni.
Sigurður Bjarnason, Gísli Guðlaugsson framkvæmdastjóri Íslyft, Ármann Kr. Ólafsson, bæjarstjóri Kópavogsbæjar, Theodóra S. Þorsteinsdóttir formaður bæjarráðs, Egill Helgi Kristinsson, Karl Eðvaldsson, gatnamálastjóri Kópavogsbæjar, Eiður Guðmundsson og Jón Ingvar Jónasson. Þeir Sigurður, Egill, Eiður og Jón Ingvar starfa allir hjá Þjónustumiðstöðinni.

Þjónustumiðstöð Kópavogs hefur tekið í notkun rafbíl og er það fyrsti rafbíllinn sem tekinn er í notkun hjá Kópavogsbæ. Bílinn er lítill pallbíll sem nýttur verður til að hreinsa rusl við göngu- og hjólastíga auk þess sem háþrýstidæla sem fylgir bílnum þýðir að hann nýtist til að þrífa bekki, ruslafötur og stíga. Ármann Kr. Ólafsson bæjarstjóri og Theodóra S. Þorsteinsdóttir formaður bæjarráðs tóku bílinn formlega í notkun fyrr í mánuðinum en það var Gísli Guðlaugsson framkvæmdastjóri Íslyft sem afhenti hann.

Rafbíll
Rafbíllinn litli er snar í snúningum og verður nýttur við að hirða rusl af göngu- og hjólastígum bæjarins.

Notkun rafbíla er í samræmi við umhverfisstefnu Kópavogsbæjar en kaupin á þessum fyrsta rafbíl eru hugsuð sem tilraunaverkefni. Markmiðið er að draga úr umhverfisáhrifum af notkun jarðefnaeldsneytis ásamt því að auka hagkvæmni í starfsemi Þjónustumiðstöðvar.

Deildu:

Facebook
Twitter
Pinterest
LinkedIn

Fleiri fréttir

Kópavogsblaðið komið út

Stolt Kópavogs eru á forsíðu Kópavogsblaðsins að þessu sinni. Karlalið Breiðabliks er komið í riðlakeppni Sambandsdeildar Evrópu eftir að hafa slegið út Struga frá Norður-Makedóníu. Blikar leika sex leiki í

Mygla hjá velferðarsviði

Velferðarsvið Kópavogsbæjar er ekki lengur með starfsemi í Fannborg 6. Slæm loftgæði eru í húsinu sem haft hefur áhrif á starfsfólk hússins og sýna nýjustu mælingar há gildi myglugróar. Því

Stuð á Hamraborg Festival

Hamraborg Festival fór fram í lok ágúst í Hamraborg og í menningarhúsunum í Kópavogi, en Hamraborg Festival er þverfagleg hátíð með sérstakri áherslu á myndlist, staðbundin verk, gjörningalist og samfélagslega

Króníkan opnar í Gerðarsafni

Veitingastaðurinn Króníkan opnaði í sumar í Gerðarsafni. Samningur við nýjan rekstraraðila var undirritaður 11.maí, á afmælisdegi Kópavogsbæjar. Bragi Skaftason og Sigrún Skaftadóttir, systkini úr Vesturbæ Kópavogs, hafa tekið reksturinn að sér