Rafbíll í þjónustu Kópavogsbæjar

Sigurður Bjarnason, Gísli Guðlaugsson framkvæmdastjóri Íslyft, Ármann Kr. Ólafsson, bæjarstjóri Kópavogsbæjar, Theodóra S. Þorsteinsdóttir formaður bæjarráðs, Egill Helgi Kristinsson, Karl Eðvaldsson, gatnamálastjóri Kópavogsbæjar, Eiður Guðmundsson og Jón Ingvar Jónasson. Þeir Sigurður, Egill, Eiður og Jón Ingvar starfa allir hjá Þjónustumiðstöðinni.
Sigurður Bjarnason, Gísli Guðlaugsson framkvæmdastjóri Íslyft, Ármann Kr. Ólafsson, bæjarstjóri Kópavogsbæjar, Theodóra S. Þorsteinsdóttir formaður bæjarráðs, Egill Helgi Kristinsson, Karl Eðvaldsson, gatnamálastjóri Kópavogsbæjar, Eiður Guðmundsson og Jón Ingvar Jónasson. Þeir Sigurður, Egill, Eiður og Jón Ingvar starfa allir hjá Þjónustumiðstöðinni.

Þjónustumiðstöð Kópavogs hefur tekið í notkun rafbíl og er það fyrsti rafbíllinn sem tekinn er í notkun hjá Kópavogsbæ. Bílinn er lítill pallbíll sem nýttur verður til að hreinsa rusl við göngu- og hjólastíga auk þess sem háþrýstidæla sem fylgir bílnum þýðir að hann nýtist til að þrífa bekki, ruslafötur og stíga. Ármann Kr. Ólafsson bæjarstjóri og Theodóra S. Þorsteinsdóttir formaður bæjarráðs tóku bílinn formlega í notkun fyrr í mánuðinum en það var Gísli Guðlaugsson framkvæmdastjóri Íslyft sem afhenti hann.

Rafbíll
Rafbíllinn litli er snar í snúningum og verður nýttur við að hirða rusl af göngu- og hjólastígum bæjarins.

Notkun rafbíla er í samræmi við umhverfisstefnu Kópavogsbæjar en kaupin á þessum fyrsta rafbíl eru hugsuð sem tilraunaverkefni. Markmiðið er að draga úr umhverfisáhrifum af notkun jarðefnaeldsneytis ásamt því að auka hagkvæmni í starfsemi Þjónustumiðstöðvar.

Deildu:

Facebook
Twitter
Pinterest
LinkedIn

Fleiri fréttir

Stórskemmtileg leiksýning fyrir yngstu kynslóðina

Leikfélag Kópavogs sýnir um þessar mundir barnaleikritið Ferðin til Limbó eftir Ingibjörgu Jónsdóttur (1953-1986) sem sett var upp í Þjóðleikhúsinu í janúar 1966. Leikritið byggir á barnabókinni Músabörn í geimflugi eftir sama

Er svefn besta verkjalyfið?

Svefn er ein af grunnstoðum góðrar heilsu ásamt góðri næringu, hreyfingu og vellíðan. Þegar við sofum notar líkaminn tímann til að endurnýja sig og undirbúa okkur fyrir næsta dag. Svefn