Rafbíll í þjónustu Kópavogsbæjar

Sigurður Bjarnason, Gísli Guðlaugsson framkvæmdastjóri Íslyft, Ármann Kr. Ólafsson, bæjarstjóri Kópavogsbæjar, Theodóra S. Þorsteinsdóttir formaður bæjarráðs, Egill Helgi Kristinsson, Karl Eðvaldsson, gatnamálastjóri Kópavogsbæjar, Eiður Guðmundsson og Jón Ingvar Jónasson. Þeir Sigurður, Egill, Eiður og Jón Ingvar starfa allir hjá Þjónustumiðstöðinni.
Sigurður Bjarnason, Gísli Guðlaugsson framkvæmdastjóri Íslyft, Ármann Kr. Ólafsson, bæjarstjóri Kópavogsbæjar, Theodóra S. Þorsteinsdóttir formaður bæjarráðs, Egill Helgi Kristinsson, Karl Eðvaldsson, gatnamálastjóri Kópavogsbæjar, Eiður Guðmundsson og Jón Ingvar Jónasson. Þeir Sigurður, Egill, Eiður og Jón Ingvar starfa allir hjá Þjónustumiðstöðinni.

Þjónustumiðstöð Kópavogs hefur tekið í notkun rafbíl og er það fyrsti rafbíllinn sem tekinn er í notkun hjá Kópavogsbæ. Bílinn er lítill pallbíll sem nýttur verður til að hreinsa rusl við göngu- og hjólastíga auk þess sem háþrýstidæla sem fylgir bílnum þýðir að hann nýtist til að þrífa bekki, ruslafötur og stíga. Ármann Kr. Ólafsson bæjarstjóri og Theodóra S. Þorsteinsdóttir formaður bæjarráðs tóku bílinn formlega í notkun fyrr í mánuðinum en það var Gísli Guðlaugsson framkvæmdastjóri Íslyft sem afhenti hann.

Rafbíll
Rafbíllinn litli er snar í snúningum og verður nýttur við að hirða rusl af göngu- og hjólastígum bæjarins.

Notkun rafbíla er í samræmi við umhverfisstefnu Kópavogsbæjar en kaupin á þessum fyrsta rafbíl eru hugsuð sem tilraunaverkefni. Markmiðið er að draga úr umhverfisáhrifum af notkun jarðefnaeldsneytis ásamt því að auka hagkvæmni í starfsemi Þjónustumiðstöðvar.

Umræðan

Fleiri fréttir

Lyfjaskolp við Gvendarbrunna – skipulagsslys við Gunnarshólma

AðsentMeirihluti bæjarstjórnar Kópavogs hefur samþykkt að skoða alvarlega áform um að reisa heilsutengt ofurþorp fyrir 15.000 manns við Gunnarshólma, í miðju vatnsverndarsvæði höfuðborgarsvæðisins. Svæðið er þekkt flóðasvæði þar sem áin Suðurá flæðir

Íbúar völdu saunur og skautasvell

Infrarauðar saunur og yfirbyggðir stigar í rennibrautir beggja sundlauga Kópavogs, vélfryst skautasvell í Kópavogsdal, bleikir bekkir til minningar um Bryndísi Klöru Birgisdóttur, aðstaða til sjósunds á Kársnesi og endurnýjun og

Höskuldur og Thelma íþróttakarl og íþróttakona ársins

Höskuldur Gunnlaugsson knattspyrnumaður úr Breiðabliki og Thelma Aðalsteinsdóttir fimleikakona úr Gerplu voru kjörin íþróttakarl og íþróttakona Kópavogs fyrir árið 2024.  Kjörinu var lýst á íþróttahátíð Kópavogs í Salnum miðvikudaginn 8.

Leifur Eiríksson Þjónustumiðstöð Kópavogsbæjar, Unnar Atli Guðmundsson plokkari, Ásdís Kristjánsdóttir bæjarstjóri og Ásthildur Helgadóttir sviðsstjóri umhverfissviðs.

Plokkari ársins

Unnar Atli Guðmundsson er plokkari ársins í Kópavogi. Bæjarstjóri Kópavogs Ásdís Kristjánsdóttir heiðraði Unnar í Þjónustumiðstöð Kópavogsbæjar en þangað sækir Unnar ruslapoka fyrir plokkið, sem unnið er í sjálfboðavinnu. Unnar