Þjónustumiðstöð Kópavogs hefur tekið í notkun rafbíl og er það fyrsti rafbíllinn sem tekinn er í notkun hjá Kópavogsbæ. Bílinn er lítill pallbíll sem nýttur verður til að hreinsa rusl við göngu- og hjólastíga auk þess sem háþrýstidæla sem fylgir bílnum þýðir að hann nýtist til að þrífa bekki, ruslafötur og stíga. Ármann Kr. Ólafsson bæjarstjóri og Theodóra S. Þorsteinsdóttir formaður bæjarráðs tóku bílinn formlega í notkun fyrr í mánuðinum en það var Gísli Guðlaugsson framkvæmdastjóri Íslyft sem afhenti hann.
Notkun rafbíla er í samræmi við umhverfisstefnu Kópavogsbæjar en kaupin á þessum fyrsta rafbíl eru hugsuð sem tilraunaverkefni. Markmiðið er að draga úr umhverfisáhrifum af notkun jarðefnaeldsneytis ásamt því að auka hagkvæmni í starfsemi Þjónustumiðstöðvar.