Kópavogur gegn Kýpur.

Það hefur ekki farið fram hjá neinum að íslenska karlalandsliðið í knattspyrnu mun etja kappi við það kýpverska á föstudaginn.  Athygli vekur hve mikið er sótt til Kópavogs þegar svona mikið liggur við.

Kópavogsmenn í landsliðinu fagna marki. Kópavogur leggur landsliðinu til 10 menn.
Kópavogsmenn í landsliðinu fagna marki. Kópavogur leggur landsliðinu til 10 menn. Mynd: sport.is

Kópavogur leggur fram 10 menn í þennan mikilvæga leik – og hljóta því foreldrar efnilegra knattspyrnumanna í kringum landið að velta því fyrir sér hvort ekki sé heillavænlegt upp á framtíðina að flytja í Kópavoginn.

  • Gunnleifur Gunnleifsson, uppalinn í ÍK og HK og leikur nú með Breiðablik.
  • Jóhann Berg Guðmundsson, lék lengi með Breiðablik en leikur nú með AZ Alkmaar í Hollandi.
  • Alfreð Finnbogason, lék lengi með Breiðablik en leikur nú með Heerenveen í Hollensku deildinni.
  • Rúrik Gíslason spilaði lengi á miðjunni með HK en leikur nú með FC Kaupmannahöfn.
  • Gylfi Sigurðsson lærði allt sem kann í fótbolta hjá Breiðablik, þótt hann hafi leikið með FH um hríð. Hann spilar nú, sem kunnugt er, með Tottenham.
  • Kolbeinn Sigþórsson gerði garðinn frægan hjá HK í eina tíð áður en hann söðlaði um yfir til Ajax í Hollandi.
  • Kristinn Jónsson, vinstri bakvörður úr Breiðablik, uppalinn Bliki.
  • Stefán Stefánsson, sjúkraþjálfari landsliðsins, er Kópavogsbúi og lék lengi með HK í handboltanum. Stefán er bróðir Sigurðar Stefánssonar, handboltakappa í HK.
  • Gunnar Gylfason, liðsstjóri, er uppalinn Kópavogsbúi og lék í yngri flokkum Breiðabliks.
  • Reynir Björnsson, læknir landsliðsins er einn besti leikmaður sem ÍK hefur getið af sér. Hann lék einnig með HK og Breiðablik.

Þessu til viðbótar þá á Birkir Már Sævarsson ættir að rekja til Kópavogs því hann er sonur Sævars Gunnleifssonar, bróðurs Gunnleifs markmanns.

Að auki er Eiður Smári Guðjohnsen af mörgum talinn „tengdasonur Kópavogs,“ því kona hans, Ragnhildur Sveinsdóttir, er uppalinn Kópavogsbúi og lék lengi vel með Breiðablik. Ragnhildur er dóttir Sveins Skúlasonar, markvarðar, sem margir Kópavogsbúar þekkja. Skúla, afa hennar, þekkja líka margir en hann var lengi vel baðvörður í Kársnesinu og bað menn vinsamlegast um að „snúa gulu hliðinni inn“ áður en þeir fóru í nærbuxurnar.

Með þennan fjölda leikmanna hlýtur sú spurning að vakna hvort ekki væri betra fyrir leikmenn landsliðsins að spila þennan leik á sínum heimavelli – Kópavogsvelli.

Áfram Kópavogur!

Deildu:

Facebook
Twitter
Pinterest
LinkedIn

Fleiri fréttir

Jólatónleikar Samkórs Kópavogs

Samkór Kópavogs syngur inn aðventuna á sínum árlegu jólatónleikum sunnudaginn 3. desember n.k. Tónleikarnir verða í Digraneskirkju og hefjast kl. 17:00. Einsöngvari með kórnum að þessu sinni er tenórsöngvarinn Gunnar

Deloitte flytur úr Turninum á Dalveg 30

Kynning Deloitte hefur flutt úr Turninum við Smáratorg, sem löngum hefur verið kenndur við fyrirtækið, í nýtt skrifstofuhúsnæði á Dalvegi 30.  Nýja húsnæðið er byggt samkvæmt umhverfisvottuðu byggingarstöðlunum BREEAM en

Marteinn Þór Pálmason, tannlæknir.

Tannsetrið tannlæknastofa fagnar eins árs afmæli

Kynning Bókaðu tíma í gegnum símaappið Noona eða á netinu Tannsetrið tannlæknastofa, sem staðsett er við Hlíðasmára 17 í Kópavogi, sinnir öllum almennum tannlækningum og tekur við sjúklingum á öllum aldri. Marteinn Þór