• 2006
  • 2007
  • 2008
  • 2009
  • 2010
  • 2011
  • 2012
  • 2013
  • 2014
  • 2015
  • 2016
  • 2017
  • 2018
  • 2019
  • 2020
  • Home
  • Latest News
  • Ljósmyndir
  • Smáauglýsingar
  • Tölublöð
  • Um Kópavogsblaðið
Kópavogsblaðið
  • Heim
  • Fréttir
    • Mannlíf
    • Íþróttir
    • Menning
    • Fyrirtæki
  • Aðsent
  • Um Kópavogsblaðið
  • Tölublöð
  • Facebook

  • Instagram

  • YouTube

  • RSS

Fréttir

Ný ásýnd á Kársnesi

Ný ásýnd á Kársnesi
ritstjorn
12/04/2017

Á myndinni má sjá Ármann Kr. Ólafsson, bæjarstjóra Kópavogs, ásamt Theodóru S. Þorsteinsdóttur, formanni bæjarráðs og skipulagsráðs Kópavogs taka fyrstu skóflustunguna. Með þeim á myndinni eru Hjörtur Geir Björnsson, Sigurður Guðmundsson, Hans-Olav Andersen, Linda Metúsalemsdóttir, Hallgrímur Magnússon, Sveinn Björnsson og Birgir Sigurðsson, skipulagsstjóri Kópavogs.
Ljósmynd / Sigurjón Ragnar.

Fyrsta skóflustunga að nýjum íbúðakjarna við Hafnarbraut 9–15 á Kársnesi í Kópavogi var tekin núverið. Þar munu rísa 78 nýjar íbúðir, auk þess sem gerðar verða upp 39 íbúðir sem þar eru fyrir. Ármann Kr. Ólafsson, bæjarstjóri Kópavogs, og Theodóra S. Þorsteinsdóttir, formaður bæjarráðs og skipulagsráðs Kópavogs, tóku fyrstu skóflustunguna. Kársnesbyggð ehf. er framkvæmdaraðili verkefnisins en byggingaraðili er Íslenskar fasteignir ehf. Eigendur Kársnesbyggðar ehf. eru Kvika banki og Kársnes fasteignir ehf, sem er félag í eigu Íslenskrar fjárfestingar ehf. Verkið er fullfjármagnað en búast má við að kostnaður verði tæpir 4 milljarðar króna. Teiknistofan Tröð hannaði íbúðakjarnann en þar verða íbúðir sem henta stórum jafnt sem litlum fjölskyldum. Lögð var áhersla á vel skipulagðar og þar með hagkvæmar íbúðir til að sporna gegn háu húsnæðisverði.

Ármann segir að Kópavogsbær hafi á undanförnum misserum lagt mikla áherslu á skipulagningu uppbyggingar á vestanverðu Kársnesinu, en samkvæmt núgildandi aðalskipulagi mun iðnaður að stórum hluta víkja fyrir nýjum íbúðum, verslun og þjónustuhúsnæði á næstu fjórum til fimm árum. „Þá er einnig horft til þess að borgarlínan fari yfir Fossvoginn um nýja brú sem nú er í skipulagsferli. Brúin, sem verður fyrir gangandi, hjólandi og almenningssamgöngur, mun hafa mikil áhrif á ferðavenjur Kársnesbúa. Hér er verið að taka fyrstu skrefin í uppbyggingu sem mun breyta ásýnd þessa hluta Kársnessins og því spennandi tímar framundan.“

Að sögn Theódóru hefur mikið verið lagt upp úr því að vinna með heildarmyndina á Kársnesinu og var þátttakan í Nordic Built samkeppninni mikill innblástur hvað það varðar. Lögð hefur verið mikil áhersla á samráð við íbúa Kársness í skipulagsferlinu og hafa sjónarmið íbúa haft mikil áhrif á skipulag svæðisins. Þá mun öll umgjörð hafnarinnar breytast mikið og mun það án efa ýta undir ferðaþjónustutengda starfsemi á svæðinu.

Sveinn Björnsson, framkvæmdastjóri Íslenskra fasteigna ehf, segir uppbygginguna sem framundan er á Kársnesinu spennandi og að gaman verði að taka þátt í henni. „Við reiknum með að byggja upp 200–300 íbúðir á næstu þremur til fjórum  árum á þessum hluta Kársnessins og á þeim tíma mun allt svæðið gjörbreytast. Þetta er fyrsti áfanginn og okkur finnst mikilvægt að þessi uppbygging gangi vel, enda búið að leggja mikla vinnu í að endurskipuleggja stóran hluta af þessum parti af Kársnesinu. Verkáætlun gerir ráð fyrir að íbúðirnar verði tilbúnar í byrjun árs 2019,“ segir Sveinn.

Hafnarbraut 9-1.

Hafnarbraut 13-15.

Efnisorðefst á baugiframkvæmdirhverfiíbúðirkársnes
Fréttir
12/04/2017
ritstjorn

Efnisorðefst á baugiframkvæmdirhverfiíbúðirkársnes

Meira

  • Lesa meira
    Ný sundlaug í Fossvogsdal

    Dagur B. Eggertsson borgastjóri Reykjavíkur og Ármann Kr. Ólafsson, bæjarstjóri Kópavogs, leggja til að samþykkt verði að...

    ritstjorn 11/03/2021
  • Lesa meira
    Nýsköpunarsetur í Kópavogi fær nafnið SKÓP

    Markaðsstofa Kópavogs opnar á næstu dögum nýsköpunarsetur í Kópavogi í samstarfi við Kópavogsbæ og atvinnulífið í bænum,...

    ritstjorn 10/03/2021
  • Lesa meira
    Álmu í Álfhólsskóla, Hjalla, lokað vegna myglu

    Einni álmu Álfhólsskóla var lokað frá og með fimmtudeginum 4.mars s.l vegna myglu sem greindist í þaki...

    ritstjorn 10/03/2021
  • Lesa meira
    Kópavogsbúar virkir í málefnum ungmenna

    Tveir ungir Kópavogsbúar voru nýverið kjörnir fyrir hönd Molans, ungmennahúss Kópavogs, í Ungmennaráð ungmennahúsa Samfés. Hlutverk ráðsins...

    ritstjorn 26/01/2021
  • Lesa meira
    Tendrað á jólastjörnu

    Tendrað var á jólastjörnunni á Hálsatorgi á alþjóðlegum degi barna, 20. nóvember s.l. Tendrað var á jólatré...

    ritstjorn 08/12/2020
  • Lesa meira
    Miðbær Kópavogs tekur stakkaskiptum

    550 íbúðir verða á Hamraborgarsvæðinu samkvæmt fyrirliggjandi tillögu að breyttu aðalskipulagi og deiliskipulagi sem samþykkt hafa verið...

    ritstjorn 02/12/2020
  • Lesa meira
    64 rýma hjúkrunarheimili í Boðaþingi

    Samningur um byggingu 64 rýma hjúkrunarheimilis í Boðaþingi var samþykktur í Bæjarstjórn Kópavogs þann 24. nóvember s.l,...

    ritstjorn 26/11/2020
  • Lesa meira
    Geðræktarhús í Kópavogi

    Í tilefni af Alþjóða geðheilbrigðisdagsins, 10. október s.l, kynnti Kópavogsbær að Hressingarhælið í Kópavogi verði nýtt í...

    ritstjorn 22/10/2020
  • Lesa meira
    Leiðarljós að viðhalda óskertu skólastarfi

    Áhrif Covid á leik- og grunnskóla í Kópavogi í haust eru af ýmsum toga. Áhersla er lögð...

    ritstjorn 22/10/2020
  • Lesa meira
    Kópavogsbær í samstarf við íþróttafélög um námskeið fyrir eldri borgara

    Nýju verkefni, Virkni og vellíðan, verður hleypt formlega af stokkunum á morgun, 1.október, en það er hluti...

    ritstjorn 30/09/2020
  • Lesa meira
    „Verkefni allra í HK er að koma félaginu í fremstu röð í íslenskri knattspyrnu“

    Knattspyrnudeild HK hefur gert samning við Daða Rafnsson sem yfirmann knattspyrnuþróunar hjá félaginu. Daði mun taka að...

    ritstjorn 25/09/2020
  • Lesa meira
    Birkifræjum sáð í landi Kópavogs

    Kópavogsbær er einn samstarfsaðila Skógræktarinnar og Landgræðslunnar í landssöfnun á birkifræjum sem hleypt var af stokkunum 16....

    ritstjorn 24/09/2020
Scroll for more
Tap
  • Vinsælast í vikunni

  • Nýjast

  • Ný sundlaug í Fossvogsdal
    Fréttir11/03/2021
  • Það er allt í lagi að vera ekki allt í lagi
    Aðsent26/01/2021
  • Samstaða, lærdómur og þakklæti
    Aðsent18/12/2020
  • Safna fæðingarsögum feðra og ætla að gefa út í bók
    Mannlíf16/12/2020
  • Pétur Örn tekur við af Sigurjóni sem formaður HK
    Íþróttir05/04/2021
  • Bjart fram undan, hefjum störf
    Aðsent05/04/2021
  • Sundlaug óskast… í Reykjavík
    Aðsent05/04/2021
  • Lækningajurtir, matjurtir og myglusveppir
    Mannlíf05/04/2021

Facebook

Kópavogsblaðið
Kópavogsblaðið vill stuðla að aukinni samheldni og samstöðu Kópavogsbúa. Við höfum sérstakan áhuga á skemmtilegu mannlífi og atvinnulífi í Kópavogi og því sem gerir Kópavog að sérstökum og jákvæðum bæ að búa í, starfa og heimsækja. Hafðu samband í síma 8993024 eða sendu okkur skeyti á kopavogsbladid () kopavogsbladid.is

Nýjasta nýtt

  • Pétur Örn tekur við af Sigurjóni sem formaður HK
    Íþróttir05/04/2021
  • Bjart fram undan, hefjum störf
    Aðsent05/04/2021
  • Sundlaug óskast… í Reykjavík
    Aðsent05/04/2021
  • Lækningajurtir, matjurtir og myglusveppir
    Mannlíf05/04/2021

Facebook

© 2020 Kópavogsblaðið slf.